top of page
Fjölskyldufjör
Fjölskyldufjör er vettvangur fyrir fjölskyldur til þess að fara út að leika saman í skipulögðum ferðum og dagskrá.
Fjölskyldufjör er hluti af Fjallafjöri og rekið af Hugsjón ehf.
Almenn dagskrá
Almenn dagskrá er einn sunnudag í mánuði og geta fjölskyldur verið í áskrift að henni. Áskriftin gildir fyrir alla fjölskylduna, óháð barnafjölda, og amma og afi eru að sjálfsögðu velkomin líka!
Rétt er að nefna að fararstjórar stýra ferð og dagskrá en börn eru alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamanna.
Dagsferðir
Fjölskyldufjör býður upp á stakar dagsferðir fyrir fjölskyldur. Þær eru ekki innifaldar í almennri dagskrá en verði er stillt í hóf.
Helgarferðir
Fjölskyldufjör stefnir á að bjóða upp á helgarferðir fyrir fjölskyldur á vormánuðum 2022. Fylgstu með!
bottom of page